Lífga upp á félagslífið í Reykjanesbæ
Nokkrar ungar konur í Reykjanesbæ hafa ákveðið að stofna para- og hjónaklúbb þar sem ætlunin er að hressa upp á félagslífið í bænum. Þær hafa ákveðið að halda stofnfund klúbbsins á Yello fimmtudaginn 6. mars kl. 20.
„Við fengum hugmyndina frá Grindavík þar sem hafa verið starfandi tveir svona klúbbar og okkur langaði til að brydda upp á einhverju slíku hér. Við erum að vonast til þess að fólk sé tilbúið að standa upp úr sófanum og gera eitthvað skemmtilegt í góðum hópi. Við ætlum að vera með einhverskonar uppákomur 4 til 6 sinnum á ári. Það geta til dæmis verið ferðir í keiluhöllina eða þvílíkt, en svo verða líka tvö böll á ári. Í raun eru möguleikarnir óendanlegir, en það ræðst allt af því hversu margir eru reiðubúnir til að taka þátt."
Þær stöllur hafa ákvarðað lágmarksaldur á inngöngu og miða við að samanlagður aldur para eða hjóna sé að minnsta kosti 50 ár. Annars eru allir velkomnir og þá sérstaklega þau sem eru nýflutt í bæinn. „Það er rosalega gott að geta komið inn í svona hóp þegar maður er nýr og þá er mun auðveldara að koma sér inn í samfélagið," segja dömurnar og skora að lokum á alla að slá til og mæta á stofnfundinn.
Myndatexti: Þær Alda, Steinunn, Jóhanna og Helen eru meðal aðstandenda klúbbsins nýstofnaða.
„Við fengum hugmyndina frá Grindavík þar sem hafa verið starfandi tveir svona klúbbar og okkur langaði til að brydda upp á einhverju slíku hér. Við erum að vonast til þess að fólk sé tilbúið að standa upp úr sófanum og gera eitthvað skemmtilegt í góðum hópi. Við ætlum að vera með einhverskonar uppákomur 4 til 6 sinnum á ári. Það geta til dæmis verið ferðir í keiluhöllina eða þvílíkt, en svo verða líka tvö böll á ári. Í raun eru möguleikarnir óendanlegir, en það ræðst allt af því hversu margir eru reiðubúnir til að taka þátt."
Þær stöllur hafa ákvarðað lágmarksaldur á inngöngu og miða við að samanlagður aldur para eða hjóna sé að minnsta kosti 50 ár. Annars eru allir velkomnir og þá sérstaklega þau sem eru nýflutt í bæinn. „Það er rosalega gott að geta komið inn í svona hóp þegar maður er nýr og þá er mun auðveldara að koma sér inn í samfélagið," segja dömurnar og skora að lokum á alla að slá til og mæta á stofnfundinn.
Myndatexti: Þær Alda, Steinunn, Jóhanna og Helen eru meðal aðstandenda klúbbsins nýstofnaða.