Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 20:04

LÍFÆÐAR Á SJÚKRAHÚSINU Í KEFLAVÍK

Myndlistar- og ljóðasýningin Lífæðar verður sett upp á ellefu sjúkrahúsum víðsvegar um landið á árinu 1999 í boði lyfjafyrirtækisins Glaxo Wellcome á Íslandi. Sýningin verður opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 8. október kl. 15. Íslenska menningarsamsteypan ART.IS gengst fyrir myndlistar- og ljóðasýningu, sem hlotið hefur nafnið Lífæðar, á sjúkrahúsum víðsvegar um landið á árinu 1999. Sýningunni var hleypt af stokkum á Landspítalanum af heilbrigðisráðherra og forstjóra Ríkisspítala í byrjun janúar sl. en þaðan fór hún til sjúkrahúsanna á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Vopnafirði, Seyðisfirði og Selfossi. Tíundi og næst síðasti viðkomustaður sýningarinnar á hringferð hennar um landið er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún verður opnuð föstudaginn 8. október kl. 15. Sýningunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja lýkur 6. nóvember, en þaðan heldur hún til Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024