Líf og gleði á Nesvöllum
Tónleikarnir „Söngskemmtun á Nesvöllum“ voru haldnir þann 12. júlí og má segja að húsið hafi verið fullt af áhorfendum, lífi og söng. Fram komu frábærir óperusöngvarar frá Suðurnesjum: Sópran söngkonan Alexandra Chernyshova, tenórinn Rúnar Þór Guðmundsson, mezzó sópraninn Svafa Þórhallsdóttir og píanóleikarinn Gróa Hreinsdóttir spilaði ljúfa tóna. Lögin sem þau fluttu voru fjölbreytt en meðal þeirra voru lögin O Sole mio, Habanera eftir Bizet og úkraínskur ástarvals, svo eitthvað sé nefnt. Viðstaddir voru ánægðir með þessa fallegu söngskemmtun og mátti sjá tár á hvarmi gesta við flutning sumra laganna.