Líf og fjör í Virkjun mannauðs
Fjölbreytt ókeypis námskeið í boði
Fjölbreytt námskeið við allra hæfi verða í boði hjá Virkjun á Ásbrú á næstunni. Meðal námskeiðanna eru tréskurður, gifsmálun, teikning með kúlupennum, enska og trésmíði. Á döfinni eru einnig námskeið í aribrush, photoshop, föndri og kennt að sauma vending. Auktu við þekkinguna og styrktu stöðu þína á vinnumarkaði eða bara sem þátttakandi í hinu daglega lífi.
Nánari upplýsingar eru í netfanginu [email protected] eða í síma 426-5388.
Alla mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 - 12:00 er billiard eldri borgara og prjónahittingur er alla virka daga kl. 10:00. Alltaf er heitt á könnunni og allir eru velkomnir.