Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Líf og fjör í Vinnuskóla Reykjanesbæjar
  • Líf og fjör í Vinnuskóla Reykjanesbæjar
Föstudagur 30. júní 2017 kl. 13:32

Líf og fjör í Vinnuskóla Reykjanesbæjar

Krakkarnir í Vinnuskóla Reykjanesbæjar hafa verið að vinna við að fegra og hreinsa í sveitarfélaginu síðustu vikurnar. Einn hópurinn var að snyrta við Heiðarskóla og stilltu þau sér upp fyrir myndatöku.

Nú er fyrra tímabili Vinnuskólans í Reykjanesbæ lokið. Keppni hefur verið í gangi á milli hópa þar sem teknar hafa verið fyrir og eftir myndir af þeim svæðum sem þau hafa unnið í og gefin stig fyrir flottustu svæðin. Í gær var svo tilkynnt hvaða hópar höfðu sigrað og fengu þau pizzuveislu í verðlaun fyrir vel unnin störf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsta tímabil í vinnuskólanum hefst á mánudaginn og þá mæta nýir og ferskir krakkar tilbúnir að taka til hendinni.