Líf og fjör í víðavangshlaupi í Garðinum
Víðavangshlaup unglingaráðs Víðis fór fram í gær, sumardaginn fyrsta. Þrátt fyrir dálitla rigningu var hlaupið mjög skemmtilegt, að því er fram kemur á vefsíðu sveitarfélagsins Garðs, og greinilegt að Garðbúar hafa mikið keppnisskap.
Leikskólabörn hófu leikinn og fengu öll verðlaunapening fyrir þátttökuna. Keppt var í flestum árgöngum í stelpu og strákahópum en gaman hefði verið að sjá elstu bekkina fjölmenna í hlaupið, verðlaunað var fyrir efstu þrjú sætin.
Foreldrarnir létu ekki sitt eftir liggja og kepptu í mömmu og pabbahlaupi en að hlaupinu loknu bauð unglingaráð upp á grillaðar pulsur við Víðishúsið.