Laugardagur 25. september 2010 kl. 13:09
Líf og fjör í Skansinum
Markaðstorgið Skansinn á Fitjum hefur byrjað starfið að nýju eftir sumarleyfi. Ýmis varningur er til sölu í Skansinum en þar getur fólk fengið leigða sölubása. Þá eru seldar kaffiveitingar á staðnum.
Skansinn er opinn laugardaga og sunnudaga kl. 12-17.