Líf og fjör í réttunum
Þórkötlustaðaréttir voru í Grindavík á laugardaginn í ágætu veðri. Eins og við var að búast var margt um manninn. Fjölskyldufólk kemur víða að til að upplifa sannkallaða íslenska sveitastemmningu í réttunum enda ávallt mikið líf og fjör þegar fjárbændur og aðstoðarfólk þeirra dregur í dilka.
Mannlífið er því fjölbreytt kringum þennan árlega viðburð og var m.a. handverkssýning þar sem ýmislegt skemmtilegt var að sjá.
Svipmyndir frá réttardeginum eru komnar á ljósmyndavef Víkurfrétta, sjá hér