Líf og fjör í Keflavíkurhöfn - fólk henti sér í sjóinn
Skemmtilegar myndir af stuði og stemmningu á bryggjunni.
Það var líf og fjör í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Fólk skemmti sér í góða veðrinu og kældi sig með því að henda sér í sjóinn. Ljósmyndari okkar í háloftunum þarna nálægt, Einar Guðberg Gunnarsson var með linsuna á lofti og smellti þessum skemmtilegu myndum.
Bryggjan tosar til sín fólk í blíðunni og daglega má sjá menn og krakka með veiðistöng í hönd og þegar makríllinn mætir fjölgar svo um munar við bryggjuna.
	
Fimleikataktar í Keflavíkurhöfn...
	
...ekki bara sterkir strákar...
	
	
-
	
Splass... svaka stuð og ekkert kalt, eða hvað?
	
-
	
„Eigum við nokkuð að skutla okkur í sjóinn elskan?“
	


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				