Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Líf og fjör í Grindavík
Sunnudagur 25. mars 2007 kl. 14:03

Líf og fjör í Grindavík

Mikið var um dýrðir í Grindavík á föstudagskvöld þar sem stuðboltar af báðum kynjum skemmtu sér hið besta.

Tvær stórveislur voru í bænum það kvöld. Í Festi héldu Lionsmenn sitt árlega kútmagakvöld þar sem borðin svignuðu undan sjávarréttakræsingum frá Salthúsinu.

Árni Johnsen, fyrrverandi og verðandi þingmaður var veislustjóri, en meðal annara sem stigu á stokk má nefna Sr. Pálma Mattíasson, hetjutenórinn Jóhann Friðgeir og Prímadonnurnar og hinn óviðjafnanlega Jóhannes „Eftirhermu“ Kristjánsson.

Í tengslum við kvöldið var einni Vöru- og sjávarútvegssýning sem ýmsir aðilar stóðu að, þ.e.: Toyota, T. Ben, Mest, Húsasmiðjan, Íslyft,Smellinn,Landsbankinn, Veiðafæraþjónustan, Grindavíkurbær, Formaco, Sjóvélar, Sparisjóðurinn, Skeljungur, Friðrik A. Jónsson.

Á meðan komu Grindavíkurkonur saman á konukvöldi í Salthúsinu. Þar var boðið upp á skemmtilega dagskrá, m.a. voru vörukynningar frá Zik Zak og Snyrtistofunni Fögru. Þá tók Agnar Steinarsson lagið sem og hjartaknúsarinn Hreimur úr Landi og Sonum.

Einnig var þar happdrætti með glæsilegum vinningum og kona kvöldsins var valin.

Eftir að dagskrá lauk á konukvöldinu kom karlpeningurinn af kútmagakvöldinu yfir á Salthúsið og var þar dansað fram eftir nóttu við undirleik Mumma Hermanns.

 

Athugið að veglegt myndasafn frá kvöldunum má finna í væntanlegu Tímariti Víkurfrétta.

Vf-myndir/Þorsteinn Gunnar

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024