Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Líf og fjör í Fisktækniskólanum
Laugardagur 27. október 2012 kl. 17:52

Líf og fjör í Fisktækniskólanum

Fisktækniskóla Íslands í Grindavík var komið á fót á vordögum árið 2010 og hefur skólinn það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldi á framhaldsskólastigi ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Skólinn er afurð samstarfs Grindavíkurbæjar, fyrirtækja og stéttarfélaga á Suðurnesjum á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis.

Á dögunum sóttu rúmlega 20 manns  tveggja daga gæðanámskeið (HACCP) í skólanum. Þar mættu reynsluboltar úr sjávarútveginum og víðar að og sátu nemendur úr dagskólanum námskeiðið með þeim. Jafnframt stendur yfir námskeið í skipstjórn smáskipa og nýlokið er vélstjórn og hefst næsta í byrjun nóvember því eftirspurnin hefur verið mikil að sögn sterfsmanna skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í verknámsaðstöðunni er verið að undirbúa námskeið í hagnýtri verklegri sjóvinnu og einnig verður handflökunarnámskeið í nóvember. Nanna Bára Maríasdóttir sviðstjóri skólans segir það mjög ánægjulegt að finna þann meðbyr og áhuga sem skólinn fær frá samfélaginu og greininni síðustu vikur og gefur það skólanum byr undir báða vængi.

Líflegt hefur verið í Fisktækniskólanum núna í haust eins og eftirfarandi myndir bera með sér.