Líf og fjör á þrettándagleði í Grindavík
Þrettándagleði Grindvíkinga var haldin með pompi og prakt í gær. Um allan bæ sáust grindvískir krakkar í ýmsum búningum fara hús úr húsi og næla sér í gotterí. Síðdegis var svo skemmtidagskrá í íþróttahúsinu sem að vanda var vel sótt. Þar stigu m.a. á stokk álfakóngur og drottning, boðið var upp á dansatriði og þá mætti tveir hávaðasamir jólasveinar.
	
	
Bræðurnir Magnús og Eyjólfur vöktu lukku.
	
	
	
	
Myndir frá vefsíðu Grindavíkurbæjar.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				