Líf og fjör á skötumessu í Garði
Fjölmenni var á árlegri skötumessu sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir í Garðinum. Að venju var skata borin á borð, vel kæst að þessu sinni, höfðu veislugestir á orði. Einnig var plokkfiskur og saltfiskur í boði fyrir gikkina. Hljómsveitin Hálft í hvoru lék fyrir gesti og stemmningin var rífandi góð.
Skötumessan var haldin í sjöunda sinn en aðgangseyrir rennur til góðgerðarmála. Að þessu sinni voru sjö einstaklingar og tvö félög sem fengu styrki frá hátíðinni. Á morgun munum við birta veglegt myndasafn frá veislunni en hér að neðan má sjá sýnishorn frá herlegheitunum.