Líf og fjör á opnu húsi í reiðhöllinni
Hestmannafélagið Brimfaxi í Grindavík var með opið hús í reiðhöllinni hjá Palla og Mundu í Þórkötlustaðahverfi síðasta laugardag. Þar gefst öllum krökkum sem hafa áhuga á íslenska hestinum að koma og fræðast um hann, fara á hestbak og þiggja veitingar og skoða vetrardagskrá æskulýðsdeildar Brimfaxa.
Fjöldi krakka lagði leið sína í reiðhöllina og fékk að fara á bak var mikil ánægja ríkjandi með þetta framtak Brimfaxa. Fleiri myndir frá fjörinu síðasta laugardag má sjá hér.
Grindavík.is