Líf og fjör á listahátíð barna
Listahátíðin stendur til 26. maí og er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og 6 leikskóla í Reykjanesbæ. Þar gefur á að líta myndlistarsýningu eftir elstu nemendur leikskólanna Heiðarsels, Holts, Garðarsels, Tjarnarsels, Vesturbergs og Hjallatúns en yfirskrift sýningarinnar er Börn. Verkin eru sérstaklega unnin fyrir þetta tækifæri og má þar jafnframt lesa um væntingar barnanna til framtíðarinnar.
Undanfarna daga hafa verið skipulagðar uppákomur leikskólabarna með leik og söng og er öllum heimilt að koma og skemmta sér á meðan húsrúm leyfir.
Myndir og texti www.reykjanesbaer.is : Þessi börn eru frá leikskólanum Holti og léku þau listir sínar fyrir foreldra og aðra góða gesti í Gryfjunni í Duushúsum í vikunni.