Líf og fjör á fyrsta kvöldi Offans
Það var líf og fjör í Offanum á Vallarheiði sem opnaði formlega í gær fyrir Íslendinga en áður var þetta eins og nafnið gefur til kynna skemmtistaður yfirmanna í Varnarliðinu. Það er Concert, fyrirtæki Einars Bárðarsonar sem hefur tekið staðinn á leigu og hefur síðustu vikur verið að fínpússað staðinn og gera hann tilbúinn undir Íslenska aðmírála og djamm herforingja.
Einar Bárðarson segir að kvöldið hafi gengið vel og þetta sé fyrsta af mörgum uppákomum í þessum stærsta skemmtistað landsins.
Skítamórall, Stuðmenn og Þú og Ég dúett Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar skemmtu við góðar undirtektir.
Hildur Björk Pálsdóttir tók þessar myndir og á morgun birtum við fleiri í myndasafni vf.is.
Stemmning hjá Stuðmönnum, Valgeiri Guðjónssyni, Jakobi Magnússyni og fleirum. Á efstu myndinni eru Einar Bárðar „offiser“ og Herbert Guðmundsson, söngvari.
Fjör á dansgólfinu undir tónum Herberts Guðmundssonar.
Sætar saman stelpurnar og strákarnir.