Líf og fjör á bekkjarkvöldi í Heiðarskóla
Nemendur í 2. bekk EÞ í Heiðarskóla gerðu sér glaðan dag fyrir helgina og efndu til bekkjarkvölds í skólanum sínum. Þar komu saman allir nemendurnir í bekknum ásamt foreldrum sínum. Farið var í leiki og einnig spilað Bingó. Þá kom pizzasendill með fjall af pizzum sem krakkarnir borðuðu með bestu lyst.Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi á bekkjarkvöldinu þar sem nemendur fóru í keppni um það hver væri fljótastur að blása upp blöðru og sprengja hana með því að setjast á blöðruna. Ef meðfylgjandi mynd er skoðuð vel má sjá bæði appelsínugula og græna blöðru þeytast undan börnunum þegar þær sprungu.