Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 6. júní 2002 kl. 15:30

Liðsstyrkur til lögreglunar á Keflavíkurflugvelli?

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli mun mjög líklega eignast góðan liðsstyrk á næstu dögum. Mávur hefur hreiðrað vel um sig á þaki lögreglustöðvarinnar í Grænási og hefur nú þegar verpt eggjum. Mávarnir eru tveir og hefur annar þeirra komið sér vel fyrir í hreiðri sínu, en annar fylgist glögglega með umferð um svæðið og gaf ljósmyndara Víkurfrétta illt auga þegar hann nálgaðist hreiðrið í dag. Ekki er vitað hvenar von er á afkvæmum, en það er góð spurning hvort að Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hafi kannað þá möguleika að ráða mávana í fullt öryggisvarðastarf á lögreglustöðinni ?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024