Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Liðsmenn óeðlilega nánir
Miðvikudagur 18. mars 2009 kl. 17:55

Liðsmenn óeðlilega nánir



Lið FS-inga í ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS mætir Menntaskólanum á Ísafirði í undanúrslitum keppninnar á föstudaginn næstkomandi á heimavelli þeirra síðarnefndu. Fannar Óli Ólafsson verður frummælandi FS-inga, Davíð Már Gunnarsson verður meðmælandi. Sigfús Jóhann Árnason verður stuðningsmaður og Oddur Gunnarsson verður liðsstjóri. Umræðuefni kvöldsins verður ,,það má gera grín að öllu” og mælir FS á móti. Blaðamaður Víkurfrétta fékk að spyrja liðsmenn FS nokkurra spurninga, en þeir vinna nú stíft að undirbúningi fyrir keppnina.

Hvernig leggst keppnin í ykkur? Hún leggst mjög vel í okkur, við hlökkum til að mæta Ísafjarðarhippunum á þeirra heimavelli (hinu svokallaða ,,Sláturhúsi") og sýna þeim hvar Davíð Már keypti ölið. he he he he.

Hvernig/hversu lengi undirbúið þið ykkur fyrir hverja keppni? Keppnisvikan er 7 dagar, undirbúningur er mjög tímafrekur, en hefur gengið fantavel og við erum vel stemmdir fyrir þessa keppni.

Náið þið vel saman liðið? Já, það hjálpar mikið þegar liðsmenn eru óeðlilega nánir.

Er þetta eitthvað sem þið hafið gert áður eða er þetta fyrsta árið? Allir liðsmenn eru nýgræðingar í Morfís, en FS hefur aldrei komist lengra í þessari keppni. Þess vegna heitum við á stuðning sem flestra og hvetjum alla til að leggja leið sína til fallega Ísafjarðar. Því eins og við öll vitum, þá er Ísafjörður dásamlegt þorp.
 
Hvað þarf góður ræðumaður að bera? Mætið bara á keppnina á Ísafirði, föstudagskvöldið 20. mars. Það ætti að svara þessari spurningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024