Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lið Reykjanesbæjar í Útsvari á föstudag
Þriðjudagur 19. nóvember 2013 kl. 14:40

Lið Reykjanesbæjar í Útsvari á föstudag

Á föstudagskvöld mætir lið Reykjanesbæjar til leiks í spurninga- og skemmtiþáttinn Útsvar, sem rennur nú sitt sjöunda skeið. Lið Reykjanesbæjar sem er þekkt fyrir vasklega og ekki síður skemmtilega og líflega framgöngu mætir nú liði Garðabæjar sem sömuleiðis hefur verið framarlega í flokki Útsvarsliða, svo búast má við hörkukeppni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið Reykjanesbæjar er að þessu sinni skipað gömlum kempum, þeim Baldri Guðmundssyni og Huldu G. Geirsdóttur auk fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Grétari Þór Sigurðssyni, sem er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að spurningakeppnum en hann er núverandi Gettu betur meistari ásamt félögum sínum úr MR.

Bein útsendingin hefst kl. 20.00 í Ríkissjónvarpinu. Stuðningsmenn eru velkomnir í sjónvarpssal til að hvetja liðið áfram. Þá þarf að mæta að Efstaleiti 1, í höfuðstöðvar RUV, ekki síðar en 30 mínútum fyrir útsendingu.