Léttsveitatónleikar í Frumleikhúsinu á laugardaginn
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, yngri deild, og Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur halda tónleika í Frumleikhúsinu, laugardaginn 3. maí kl.13.00 Stjórnendur eru Eyþór Kolbeins og Sigurður Flosason. Sveitirnar munu leika sitt hvora efnisskrána og að lokum flytja nokkur lög saman.Hér er um að ræða léttsveitir skipaðar eru ungum hljóðfæraleikurum, sem eru að stíga sín fyrstu spor í jassinum. Báðar þessar hljómsveitir komu fram á stórsveitahátíð Stórsveitar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur nú nýverið. Aðgangur að tónleikunum í Frumleikhúsinu er ókeypis og öllum heimill.