Lestrarmet í sumarlestri á bókasafninu
Slegið hefur verið lestrarmet í Sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar en alls hefur 871 bók hefur verið lesin í júní og júlímánuði. Enn er mánuður eftir af sumarlestri og því ekki óraunhæft áætla að um eittþúsund bækur verði lesnar á þesu sumri. Sumarlestur hófst á safninu sumarið 2004 og þá voru 629 bækur lesnar en í fyrra jókst þátttakan í 673 bækur.