Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lesið við kertaljós á norrænni bókasafnsviku í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 15. nóvember 2005 kl. 15:56

Lesið við kertaljós á norrænni bókasafnsviku í Reykjanesbæ

Fjóla Oddgeirsdóttir, nemi í Njarðvíkurskóla, las kaflann „Borgin á hafsbotni“ úr bók Selmu Lagerlöf, Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð við setningu norrænu bókasafnsvikunnar á Bókasafni Reykjanesbæjar í gær.

Nú er norræna bókasafnsvikan haldin í tíunda sinn og að þessu sinni er þemað „Á ferð í Norðri“. Það var fátt um ljós á bókasafninu í gær og bóklesturinn fór því fram við kertaljós.
Meðal annarra dagskrárliða má nefna kynningu á því hvar nálgast mætti lýðháskóla, söng og kynningu á Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Dagskráin í gær var vel sótt.

Myndin: Fjóla við bóklesturinn í gær.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024