Lesið hjá skipaafgreiðslunni
Árni Haukur Björnsson lögfræðingur hjá Sýslumannsembættinu í Keflavíku las fyrir starfsmenn Skipaafgreiðslu Suðurnesja í morgun í lestrarátaki Reykjanesbæjar. Árni las upp úr bókinni Sunnlenskir sagnaþættir. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið þátt í lestrarátakinu og virðist sem starfsmönnum fyrirtækja líki vel að fá upplestur á kaffistofunni í kaffitímanum. Svo er líka vonandi að lestrarátakið hvetji fólk til að auka lestur með sjálfum sér.
VF-ljósmynd/JKK: Árni Haukur les fyrir starfsmenn Skipaafgreiðslu Suðurnesja.