Lesið fyrir Samkaupsfólk
Lesið var fyrir starfsfólk á skrifstofu Samkaupa í Reykjanesbæ í morgun þegar Jóhanna Óskarsdóttir og Melkorka Sigurðardóttir úr Landsbankanum lásu úr bókinni Margsaga eftir Þórarinn Eldjárn. Starfsfólk Samkaupa bauð upp á meðlæti með kaffinu og hlustuðu starfsmennirnir með áhuga á upplesturinn. Í síðustu viku lásu slökkviliðsstjórar Brunavarna Suðurnesja fyrir starfsfólk Landsbankans.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Lesið í Samkaup í morgun.