Lesið fyrir Húsasmiðjuna
Benedikt Jónsson tannlæknir í Reykjanesbæ las fyrir starfsfólk Húsasmiðjunnar í lestrarátakinu sem Reykjanesbær hefur staðið fyrir síðustu mánuði. Starfsfólk Húsasmiðjunnar hlustaði af athygli á skemmtilegan lestur Benedikts sem las með tilþrifum úr bók Einars Más Guðmundssonar, Kannski er pósturinn svangur. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið áskorun í lestrarátakinu mjög vel og eru fyrirtækin komin vel á þriðja tug sem tekið hafa þátt í átakinu.
Myndin: Benedikt les fyrir starfsfólk Húsasmiðjunnar. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.