Lesendur telja hvalaskoðun dýrmætari en hvalveiðar
Síðustu daga hefur verið í gangi hér á vf.is könnun þar sem lesendur eru spurðir hvort þeir telji dýrmætara fyrir þjóðarbúið, hvalveiðar eða hvalaskoðun. Mjótt er á mununum en ívið fleiri telja að hvalaskoðun sé dýrmætari fyrir þjóðarbúið heldur en hvalveiðar.
Alls voru 872 sem tóku þátt í könnuninni og töldu 463 að hvalaskoðun væri dýrmætari eða 53% þátttakenda en 409 töldu að hvalveiðarnar væru dýrmætari greinin.
Nú er komin inn ný könnun hér hægra megin á forsíðuna þar sem spurt er: „Klæddist þú einhverri bleikri flík á kvennréttindadaginn”?