Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:11

LESANDI SKRIFAR: Í FARVATNINU

Einn góður vinur minn kom að máli við mig um daginn og sagðist mega til með að segja mér frá eftirfarandi atviki. Þegar ég átti leið á pósthúsið í Keflavík einn daginn, veitti ég því athygli að kona nokkur var að reyna að komast inn í afgreiðslusalinn með pakka. Hún rembdist við að ýta á hurðina til að komast inn, en ekkert gekk og konan var byrjuð að blóta. Þvínæst lagði hún frá sér pakkann til að hafa báðar hendur lausar í baráttunni við hurðina og réðst svo á hana á ný. En meðan á þessu gekk hafði karlmaður tekið til við hurðina innanfrá og togaði af öllum kröftum til að hafa sitt fram. Síðan ýttu þau og toguðu hvort gegn öðru góða stund og kölluðust á í gegnum glerið: „Ekki toga, hættu að ýta, ekki ýta, hættu að toga, ég þarf að koma pakka í póst.” En manninum lá á að komast út því hann fékk að skreppa úr vinnunni til að sinna erindi hjá póstinum. Það var ekki fyrr en ein starfsstúlkan vippaði sér yfir afgreiðsluborðið og bað manninn um að hætta að toga og konuna um að hætta að ýta, að málið tók loks nýja stefnu. Hún opnaði hurðina og sagði: „Gerið svo vel.” Konan hjóp inná næsta bás og skellti pakka á borðið. „Hraðpóstur, Þórshöfn”, sagði hún móð og andstutt eftir átökin við hurðina. Hún þurrkaði svitann af enninu og leit í kringum sig. En maðurinn tók til fótanna á leið í vinnuna sína til að fá ekki skammir hjá verkstjóranum fyrir langa ferð á pósthúsið. Ég fór að skyggnast eftir merkingum, sem venjulega er komið fyrir á hurðum opinberra staða, og eiga að sýna hvort á að ýta eða toga til að komast leiðar sinnar. Þær var hvergi að finna á hurðum pósthússins, aðeins upplýsingar um að þar sé hægt að n ota VISA og EURO-kort, og svo að auðvitað að fyrirtækið sé vaktað. Þegar ég kom út spurði ég hundinn minn, sem er reyndar athugull labrador hundur, hvort hann skyldi eitthvað í þessu máli aðalpósthússins á Suðurnesjum, þá leit hann á mig sakleysislegum augum og hristi hausinn. En hvað finnst þér um þetta, spurði vinur minn. „Þegar stórt er spurt, verður fátt um svör”, svaraði ég. Borgari
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024