Lesa úr bókum sínum á Bókakonfekti barnanna
Bókakonfekti barnanna 2019 verður haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 17:00. Höfundar koma og lesa upp úr bókum sínum.
Bergrún Íris Sævarsdóttir les upp úr nýjum bókum sínum Langelstur í bekknum og Kennarinn sem Hvarf. Kristín Ragna Gunnarsdóttir les upp úr nýrri bók sinni Nornasaga - Hrekkjavakan.
Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Líkt og áður býður Ráðhúskaffi upp á heitt súkkulaði og piparkökur.
Í tilkynningu frá bókasafninu segir að bókakonfekt barnanna sé tilvalin gæðastund fyrir fjölskylduna.
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurnesja.