Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 12. nóvember 2002 kl. 11:25

Leoncie í Evrópurusli

Hin víðfræga söngkona Leoncie gerði allt vitlaust á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði sl. laugardagskvöld en þá fóru fram upptökur fyrir hinn vinsæla sjónvarpsþátt Eurotrash sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni „Channel 4“ eða Rás 4 í Bretlandi. „Eurotrash“ eða Evrópuruslið eins og enska orðið útleggst á Íslensku er vinsælasta afþreyingarefni sjónvarpsstöðvarinnar en um 3 milljónir horfa á þáttinn vikulega.

Franski leikarinn Antoine de Gaunes stjórnar þættinum, en þetta er 16. árið sem þátturinn er sýndur á sjónvarpsstöðinni. Í þættinum er fylgst með skemmtanaiðnaðinum og þáttastjórnendur hitta fyrir margar stjörnur og er hann fullur af skemmtilegum uppákomum og viðfangsefnum. Leoncie er þriðja manneskjan frá Íslandi sem kemur fram í þættinum, en áður hafa Björk og Páll Óskar komið fram í þættinum.

Gestir sem voru á Vitanum um kvöldið segja að Prinsessan hafi verið stórkostleg að vanda og aðdáendur margir. Eftir að upptökum á þættinum lauk hélt Prinsessan áfram að skemmta gestum við góðar undirtektir. Nú er bara spurningin hvort Suðurnesjamenn séu að eignast sína eigin Björk?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024