Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Lengri sumaropnun í sundi í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 15. febrúar 2017 kl. 10:20

Lengri sumaropnun í sundi í Reykjanesbæ

- Skoða í lok sumars hvort framhald verði á

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Sundmiðstöðvar Reykjanesbæjar í sumar. Íbúar höfðu um nokkurn tíma kallað eftir breytingunum og safnað undirskriftum.

Í júní, júlí og ágúst verður opið í Sundmiðstöðinni og Vatnaveröld til klukkan 22:00 mánudaga til fimmtudaga og til klukkan 20:00 á föstudögum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Íbúar í Reykjanesbæ hafa að undanförnu óskað eftir rýmri opnunartíma í Sundmiðstöð/Vatnaveröld. Setja þurfti rýmri opnunartíma í fjárhagsáætlun og var það gert fyrir árið 2017 og hún samþykkt undir árslok. Ekki verður farið lengra með rýmri opnunartíma á þessu fjárhagsári en reynslan af lengri kvöldopnun í sumar skoðuð í sumarlok,“ segir í tilkynningu um málið á vef Reykjanesbæjar.