Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lengi langað að verða afi
Miðvikudagur 31. desember 2008 kl. 11:42

Lengi langað að verða afi



Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar:

Verkefni ársins 2008 hafa gengið vel eftir í Reykjanesbæ. Það hefur skipt öllu að hafa skýra sýn á þau og hafa duglegt og gott samstarfsfólk.

Menntastofnunin Keilir skapaði ný og mikilvæg menntatækifæri á árinu. Ánægjulegt er að taka þátt í að móta nýtt skólahverfi  á Keilissvæðinu og sjá margvíslega þjónustu skapast þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á árinu náðum við að verja hagsmuni Hitaveitunnar fyrir þetta svæði og tryggja stöðu starfsfólks.  Við höfum ótrauð haldið áfram samstarfi um uppbyggingu álvers, þrátt fyrir ytra andstreymi, bæði stjórnmála og efnahagsafla. Í íþróttunum fagna nú með okkur rúmlega 250 Íslandsmeistarar úr Reykjanesbæ.  Við glöddumst saman á Ljósanótt nú sem fyrr ásamt tugum þúsunda gesta. Haustið hefur verið erfitt, atvinnuleysi hefur aukist alvarlega, og öll finnum við fyrir kreppunni, þótt bærinn geti staðið hana af sér án þess að lögbundin og vönduð þjónusta okkar skerðist á nokkurn hátt.

Á þessum tímamótum minnumst við góðra íbúa sem kvöddu þennan heim á árinu og stöndum með þeim sem misst hafa ástvini. Við misstum frábæran vin og merkisbera þegar Rúnar Júlíusson féll frá, en merki hans mun rísa enn hærra  í Hljómahöll á næsta ári.

Af högum okkar Bryndísar á árinu var það meðal ánægjulegustu viðburða þegar Aldís Kristín, elsta dóttir okkar, gifti sig á árinu. Mig hefur lengi langað til að verða afi...