Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leitin að sumarstúlkunni 2004 er hafin
Mánudagur 7. júní 2004 kl. 22:25

Leitin að sumarstúlkunni 2004 er hafin

Sumarstúlka Qmen [kúmen] verður valin í sumar af tískuversluninni Mangó í Keflavík og undirfataversluninni Ég & Þú í samstarfi við Víkurfréttir, sem eiga Qmen.
Leitað er að fyrirsætum til að sitja fyrir á tískuljósmyndum í fatnaði frá Mangó og Ég & Þú. Umsjón með vali á sumarstúlkum Qmen hefur Rakel í Mangó. Þær stúlkur sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta komið í tískuverslunina Mangó með ljósmynd af sér og helstu upplýsingar. Leitað er af stúlkum eldri en 16 ára.
Gert er ráð fyrir að stúlkurnar komi fram á sérstöku skemmtikvöldi í lok sumars þar sem valin verður sumarstúlka og mun hún hljóta vegleg verðlaun og þar á meðal samning við virtan aðila í módelbransanum hér á landi. Nánar verður greint frá því síðar. Ábendingar um álitlegar sumarstúlkur berist til tískuverslunarinnar Mangó en tekið er við ábendingum fram eftir sumri.

Fyrsta sumarstúlkan birtisti í Víkurfréttum í síðustu viku en það er Guðrún Thoroddsen, sem vinnur við afgreiðslustörf í Biðskýlinu í Njarðvík. Næsta sumarstúlka birtist í Víkurfréttum á fimmtudaginn. VF-mynd: Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024