Leitað að lagi fyrir Ljósanótt 2002
Markaðs-atvinnu og menningarsvið Reykjanesbæjar efnir til sönglagasamkeppni í tilefni Ljósanætur 2002. Leitað er eftir lagi og texta sem getur orðið einkennislag fyrir menningarnótt Reykjanesbæjar, Ljósanótt.
Í tilkynningu frá menningarfulltrúa segir að verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ fyrir 6. ágúst n.k. Laginu skal skilað undir dulnefni en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi.Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og www.ljosanott.is.
Góð verðlaun í boði.
Reglur vegna sönglagasamkeppni Ljósanætur 2002
1. Öllum er heimil þátttaka.
2. Um er að ræða frumsamið lag ásamt íslenskum texta.
3. Lagið má ekki hafa birst opinberlega áður.
4. Hámarkslengd lagsins er 4 mínútur.
5. Laginu skal skilað á geisladiski, hljóðsnældu eða á öðru tölvutæku formi (mp3) til menningarfulltrúa, Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ.
6. Keppendur skulu senda lagið inn undir dulnefni. Sendingunni skal fylgja lokað umslag sem inniheldur hið rétta nafn höfundar, auk persónuupplýsinga, s.s. kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer.
7. Síðasti skiladagur er 6. ágúst 2002.
8. Aðalverðlaunin eru 100.000 kr.
9. 10 efstu lögin verða útsett og komið á geisladisk.
10. Farið verður að reglum STEF um höfundarétt og útgáfu.
Í tilkynningu frá menningarfulltrúa segir að verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ fyrir 6. ágúst n.k. Laginu skal skilað undir dulnefni en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi.Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og www.ljosanott.is.
Góð verðlaun í boði.
Reglur vegna sönglagasamkeppni Ljósanætur 2002
1. Öllum er heimil þátttaka.
2. Um er að ræða frumsamið lag ásamt íslenskum texta.
3. Lagið má ekki hafa birst opinberlega áður.
4. Hámarkslengd lagsins er 4 mínútur.
5. Laginu skal skilað á geisladiski, hljóðsnældu eða á öðru tölvutæku formi (mp3) til menningarfulltrúa, Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ.
6. Keppendur skulu senda lagið inn undir dulnefni. Sendingunni skal fylgja lokað umslag sem inniheldur hið rétta nafn höfundar, auk persónuupplýsinga, s.s. kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer.
7. Síðasti skiladagur er 6. ágúst 2002.
8. Aðalverðlaunin eru 100.000 kr.
9. 10 efstu lögin verða útsett og komið á geisladisk.
10. Farið verður að reglum STEF um höfundarétt og útgáfu.