Leitað að kvikmyndastjörnu á Suðurnesjum
Nú í sumar verður tekin upp leikin kvikmynd fyrir börn í gamla bænum í Keflavík. Það er kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Sverrisson ásamt fleirum sem ætlar að ráðast í þetta verkefni. Myndin verður tekin upp í júni og núna er verið að auglýsa eftir leikurum af svæðinu.„Við þurfum aðalleikonu, stelpu sem er á aldrinum níu til ellefu ára til að leika aðalhlutverkið. Ég reikna með því að við auglýsum fljótlega og höfum síðan áheyrnarpróf um páskana. Þá vonast ég til að sjá sem flestar stelpur á þessum aldri í prufutökum. Málið er svo að finna þá einu réttu", segir Helgi Sverrisson. „Við komum líka til með að stóla mikið á heimamenn varðandi önnur aukahlutverk. Við vitum að það er mikið af leikurum sem koma af svæðinu og hér eru virk leikfélög eins og Leikfélag Keflavíkur. Þegar ég var í framhaldsskóla hérna þá var allt morandi í leikfélögum eitt í Keflavík, annað í Njarðvík og þriðja í Garðinum og sjálfsagt hefur líka verið leikfélag í Grindavík, þannig að ég hef engar áhyggjur af því að finna leikara. Það eru líka nokkur hlutverk fyrir krakka á öllum aldri og við munum reyna að finna sem flesta krakkana hérna á svæðinu. Það eru reyndar líka fullorðnir leikarar í burðarhlutverkum en þar ráðum við lærða leikara".
Myndin
„Þetta er barnamynd um stelpuna Diddu sem er frekar nærsýn þegar sagan hefst en verður fyrir þvi að detta niður í lýsistunnu hja nágranna sínum og öðlast við það einhverskonar ofursjón. Hún verður síðan vitni að einhverju misjöfnu út um gluggann í risinu hjá sér og gerir pabba sínum viðvart. Hann er lögreglumaður en tekur ekki mikið mark á henni og á endnum tekur hún málin í sínar hndur. Vinnuheitið á myndinni er „Dauði kötturinn", vegna þess að þegar Didda fær þessa ofursjón þá fer hún að sjá dauðann kött og þau verða mestu mátar. En án þess að segja of mikið þá er þetta spennumynd með níu ára kvenhetju sem bjargar málunum og þetta er svolítið í stíl gömlu ævintýrabókanna sem kenndar eru við Enid Blyton. Við vonum að fólk hafi ennþá gaman af gamaldags spennuævintýri, það er það sem við erum að fara að búa til", sagði Helgi og fer allur á flug þegar hann talar um Diddu og dauða köttinn.
Hvers vegna Keflavík?
„Þetta er svo sjarmerandi bær og það er stefnan hjá þessu framleiðslufyrirtæki, ÍsMedia ehf, að framleiða efni fyrir fjölskyldur og börn og gera það hérna í bæjarfélaginu. Gera þetta að einhverskonar Hollywood. Sagan er skrifuð út um gluggann í húsi í gamla bænum og nær því mjög anda þess hverfis. Eins er leikmyndin til, það þarf ekki að breyta miklu þarna, kannski mála smá, en ekki meira en það. Það er reyndar eitt sem gerist þegar gamlir bæjarhlutar eru gerðir upp að það tapast alltaf eitthvað eins og orginal girðingar og svoleiðis, en mér finnst hafa tekist einstaklega vel upp við endurbyggingu gamla bæjarins hérna í Keflavík". Helgi segir að myndin sé lágfúlgu mynd, þ.e. sé ekki dýr í framleiðslu. „Myndin er tekin upp stafrænt og við náum þannig hámarksgæðum á myndina, við erum að vinna að fjármögnun núna og vonumst til að ljúka því áður en tökur hefjast", sagði Helgi Sverrisson að lokum. Því má bæta við að áheyrnarpróf fyrir leikara verða á föstudaginn langa í Frumleikhúsinu og verður það nánar auglýst í Víkurfréttum.
Myndin
„Þetta er barnamynd um stelpuna Diddu sem er frekar nærsýn þegar sagan hefst en verður fyrir þvi að detta niður í lýsistunnu hja nágranna sínum og öðlast við það einhverskonar ofursjón. Hún verður síðan vitni að einhverju misjöfnu út um gluggann í risinu hjá sér og gerir pabba sínum viðvart. Hann er lögreglumaður en tekur ekki mikið mark á henni og á endnum tekur hún málin í sínar hndur. Vinnuheitið á myndinni er „Dauði kötturinn", vegna þess að þegar Didda fær þessa ofursjón þá fer hún að sjá dauðann kött og þau verða mestu mátar. En án þess að segja of mikið þá er þetta spennumynd með níu ára kvenhetju sem bjargar málunum og þetta er svolítið í stíl gömlu ævintýrabókanna sem kenndar eru við Enid Blyton. Við vonum að fólk hafi ennþá gaman af gamaldags spennuævintýri, það er það sem við erum að fara að búa til", sagði Helgi og fer allur á flug þegar hann talar um Diddu og dauða köttinn.
Hvers vegna Keflavík?
„Þetta er svo sjarmerandi bær og það er stefnan hjá þessu framleiðslufyrirtæki, ÍsMedia ehf, að framleiða efni fyrir fjölskyldur og börn og gera það hérna í bæjarfélaginu. Gera þetta að einhverskonar Hollywood. Sagan er skrifuð út um gluggann í húsi í gamla bænum og nær því mjög anda þess hverfis. Eins er leikmyndin til, það þarf ekki að breyta miklu þarna, kannski mála smá, en ekki meira en það. Það er reyndar eitt sem gerist þegar gamlir bæjarhlutar eru gerðir upp að það tapast alltaf eitthvað eins og orginal girðingar og svoleiðis, en mér finnst hafa tekist einstaklega vel upp við endurbyggingu gamla bæjarins hérna í Keflavík". Helgi segir að myndin sé lágfúlgu mynd, þ.e. sé ekki dýr í framleiðslu. „Myndin er tekin upp stafrænt og við náum þannig hámarksgæðum á myndina, við erum að vinna að fjármögnun núna og vonumst til að ljúka því áður en tökur hefjast", sagði Helgi Sverrisson að lokum. Því má bæta við að áheyrnarpróf fyrir leikara verða á föstudaginn langa í Frumleikhúsinu og verður það nánar auglýst í Víkurfréttum.