Leitað að fallegustu görðum Grindavíkur
-íbúar geta sent inn tillögur
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar veitir umhverfisviðurkenningar í lok ágúst líkt og undanfarin ár og er óskað eftir ábendingum frá íbúum um fallega jafnt sem áhugaverða garða.
Einnig er leitað að fallegri og vel heppnaðri endurbyggingu á gömlu húsi sem og ábendingum um snyrtileg fyrirtæki.
Þá verða veitt verðlaun fyrir fallegasta tréð í samvinnu við Skógræktarfélag Grindavíkur.
Hægt er að koma ábendingum á framfæri með því að senda upplýsingar á umsjónarmann opinna og grænna svæða, Hjalta Guðmundsson - [email protected], á upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, Siggeir F. Ævarsson - [email protected], eða með því að hringja í síma 420 1100.
Einnig er tekið við tilnefningum í gegnum Facebooksíðu bæjarins.