Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leitað að áhugasömum hönnuðum
Föstudagur 16. maí 2014 kl. 09:55

Leitað að áhugasömum hönnuðum

Samstarf Hönnunarklasa Suðurnesja og Duushúsa.

Maris - Hönnunarklasi Suðurnesja mun opna sýningu á hönnun á Suðurnesjum 29. maí n.k. í samstarfi við Duushús í Reykjanesbæ. Leitað er eftir áhugasömum hönnuðum sem vilja taka þátt. Valið verður úr innsendum umsóknum og þær metnar af fagráði.

Skilyrði er að viðkomandi sé þátttakandi í hönnunarklasanum.

Áhersla er á fatahönnun og skart.

Skila þarf inn upplýsingum um:
-heiti vöru
-ljósmynd eða vefsíðu sem sýnir vöru
-stutt lýsing á vöru
-nafn hönnuðar, símanúmer og netfang

Umsóknarfrestur er til 19. maí.

Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Sara Dögg Gylfadóttir á netfangið [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024