Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Leita að bestu myndunum úr Garði
Garðskagavitarnir tveir hafa verið vinsælir sem myndefni ljósmyndara sem mynda í Garðinum.
Miðvikudagur 2. október 2013 kl. 09:42

Leita að bestu myndunum úr Garði

Markaðs- og atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Garðs mun síðar í mánuðinum setja af stað ljósmyndasamkeppni þar sem leitað verður að bestu myndunum úr Garði.

Ljósmyndakeppnin verður kynnt nánar á næstu dögum en hún mun standa frá miðjum október í þrjár vikur. Þemað verður myndir úr Garðinum.

Keppnin verður nánar auglýst á næstu dögum á vef Sveitarfélagsins Garðs og á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem má finna hópinn Garðmenn og Garðurinn.

Nú er um að gera fyrir alla ljósmyndara að fara og finna til myndir úr Garðinum sem eiga erindi í keppnina og fylgjast með þegar nánari upplýsingar berast um keppnina.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024