Leit hafin að Ljósanæturlaginu 2003
Fyrir Ljósanótt í fyrra var í fyrsta sinn efnt til sönglagakeppni í tilefni Ljósanætur þar sem Ljósalagið 2002 var valið. Í ár er aftur efnt til slíkrar keppni og er leitað eftir frumsömdu lagi með íslenskum texta sem verður Ljósalag 2003. Lagið eða textinn má ekki hafa birst eða verið flutt opinberlega áður og hámarkslengd lagsins er 4 mínútur.Síðasti skiladagur er 8. júlí 2003. Aðalverðlaunin eru kr. 400.000, 2. verðlaun kr. 150.000 og 3. verðlaun kr. 100.000. Tíu lög verða valin úr hópi innsendra verka af sérstakri fagdómnefnd. Lögin verða útsett af Jóni Ólafssyni, tónlistarstjóra keppninnar og gefin út á geisladiska í byrjun september n.k.. Föstudaginn 5. september verða öll lögin flutt í Stapanum við hátíðlega athöfn og þar verður vinningslagið valið.
Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir 8. júlí n.k. Laginu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og textanum á blaði, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi.
VF-ljósmynd: Frá Ljósalagskeppninni í fyrrasumar.
Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir 8. júlí n.k. Laginu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og textanum á blaði, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi.
VF-ljósmynd: Frá Ljósalagskeppninni í fyrrasumar.