Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. september 1999 kl. 13:17

LEIT HAFIN AÐ HERRA SUÐURNES 1999

Leitin að Herra Suðurnes 1999 er hafin. Keppnin verður haldin í Stapa undir lok október nk. Sigurvegarinn tekur síðan þátt í keppninni Herra Ísland 1999. Leitað er að ungum og hressum strákum sem eru til í að koma sér í gott form og taka þátt í keppninni um fallegasta karlmann á Suðurnesjum. Nýráðinn framkvæmdastjóri keppninnar er Guðbjörg Glóð Logadóttir og umsjónarmaður verður Einar Lars Jónsson en líkamleg þjálfun verður í höndum Stúdíó Huldu. Þeir sem vilja taka þátt eða geta gefið ábendingar um væntanlega keppendur vinsamlegast hafi samband við Lassa í síma 862 0378 eftir kl. 19.00 fyrir fimmtudaginn 16. september nk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024