Leiran skoðuð í Reykjanesgönguferð - myndir
Stór hópur á vegum Reykjanesgönguferða gengu í vikunni frá Stóra Hólmi í Leiru útí Garð. Skoðaðar voru tóftir, varir, gamlir brunnar og fræddust göngugarpar um sögu Leirunnar alveg frá ísöld til okkar daga. Gestaleiðsögumenn í ferðinni voru Hörður Gíslason og Sigurður Garðarsson.
Fræddu þeir hópinn m.a um Steinunni „gömlu“ landnámskonu, Gufa Ketilsson sem bjó á Gufuskálum, stóra ættbogann frá litla Hólmi, öllum fallegu vörunum sem hafa staðið af sér brim og stórsjó í nokkur hundruð ár og margt margt fleira.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni en fjölmargir höfðu áhuga á sögu Leirunnar og fengu hana í fínu veðri.