Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leiksýningar í Akurskóla
Föstudagur 8. apríl 2016 kl. 17:29

Leiksýningar í Akurskóla

Í vetur hafa nemendur í 8.-10.bekk Akurskóla verið í leiklistarvali hjá Kjartani Má Gunnarssyni þar sem þeir æfðu leikritið Bugsy Malone. Nú er komið að því að sýna afrakstur vetrarins.

Tvær sýningar verða á verkinu, í kvöld föstudaginn 8. apríl klukkan 20 og á morgun, laugardaginn 9. apríl, klukkan 16:00. Aðgangseyrir er kr. 500 og það verður veitingasala á staðnum.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma og sjá þessa flottu sýningu, segir í tilkynningu frá skólanum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024