Leikskólinn Hjallatún fær málverk að gjöf
Leikskólinn Hjallatún í Reykjanesbæ hefur tekið upp þá nýbreytni í starfsemi sinni að bjóða myndlistamönnum að koma og vinna verk sín inni á leikskólanum, eða halda sýningu á tilbúnum verkum í matsal skólans. Síðasti listamaður sem sýndi verk sín í matsalnum var Júlíus Samúelsson, en sonur hans, Þorvaldur Júlíusson 3ja ára, er á leikskólanum Hjallatúni. Júlíus gaf leikskólanum eitt verka sinna sem var á sýningunni, eða réttara sagt, sonur hans gaf leikskólanum sínum verkið. Júlíus er mjög ánægður með sýninguna á leikskólanum. „Verðugustu áhorfendurnir eru krakkar, vegna þess að þau eru frjáls, opin og ekki búin að mynda sér fasta skoðun", sagði Júlíus. Myndin sem þeir feðgar gáfu Hjallatúni heitir: Tveir eins.
Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri Hjallatúns segir þetta skemmtilega nýbreytni fyrir börn, foreldra og starfsfólk leikskólans. „Ég ákvað að láta setja upp gallery-brautir í matsalinn og fá aðra listamenn, en okkar litlu listamenn, til að koma og sýna myndir sínar og núna er ég að leita að næsta listamanni sem hefur áhuga á að koma og vinna verk hér inni á staðnum", sagði Gerður og áhuginn leyndi sér ekki. „Hérna er mikill áhorfendafjöldi, eitthundrað börn og allir sem tengjast þeim og síðan tæplega 30 starfsmenn hérna á leikskólanum, maður þarf ekki alltaf að fara í sparifötin og á lista-gallery til að sjá góða myndlist", sagði Gerður að lokum og vill koma því á framfæri að myndlistamenn geta haft samband við hana ef þeir hafa áhuga á að koma og vinna verk á Hjallatúni.
Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri Hjallatúns segir þetta skemmtilega nýbreytni fyrir börn, foreldra og starfsfólk leikskólans. „Ég ákvað að láta setja upp gallery-brautir í matsalinn og fá aðra listamenn, en okkar litlu listamenn, til að koma og sýna myndir sínar og núna er ég að leita að næsta listamanni sem hefur áhuga á að koma og vinna verk hér inni á staðnum", sagði Gerður og áhuginn leyndi sér ekki. „Hérna er mikill áhorfendafjöldi, eitthundrað börn og allir sem tengjast þeim og síðan tæplega 30 starfsmenn hérna á leikskólanum, maður þarf ekki alltaf að fara í sparifötin og á lista-gallery til að sjá góða myndlist", sagði Gerður að lokum og vill koma því á framfæri að myndlistamenn geta haft samband við hana ef þeir hafa áhuga á að koma og vinna verk á Hjallatúni.