Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikskólinn Gimli tekur formlega upp skólafatnað
Miðvikudagur 17. janúar 2007 kl. 12:49

Leikskólinn Gimli tekur formlega upp skólafatnað

Tekin hafa verið formlega í notkun skólaföt fyrir nemendur á leikskólanum Gimli, sem er fyrsti skólinn á Suðurnesjum til að taka upp sérstakan skólafatnað.

Sá fatnaður sem nemendurnir  klæðast er ekki frábrugðin hversdagslegum flíkum sem þau annars klæðast.  Um er að ræða flíspeysu í ákveðnum lit, buxur og boli sömuleiðis í ákveðnum litum með merki Hjallastefnunnar. 
Karen leikskólastjóri vill koma á framfæri innilegu þakklæti til foreldra og kennara fyrir jákvæðni og góðan stuðning við undirbúning og framkvæmd þessarar nýbreytni.  
Fyrir þá sem vilja kynna sér stefnu leikskólans betur  er bent á vefsíðu leikskólans www.leikskolinn.is/gimli

Mynd:
Nemendur Gimli voru ánægðir í nýju skólafötunum sínum, sem voru tekin í notkun á mánudaginn. Lagið var tekið í tilefni dagsins og hér er verið að syngja
Það er gott að vera sem gleðin býr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024