Leikskólinn Gimli 30 ára
Leikskólinn Gimli hélt upp á 30 ára afmæli sitt föstudaginn 2. nóvember síðastliðinn. Að sögn Sigurbjartar Kristjánsdóttur leikskólastjóra var nánast 100% mæting foreldra í afmælið. Ýmis verk barnanna auk gamalla og nýrra mynda frá Gimli voru til sýnis. Starfsfólk leikskólans sýndi börnunum leikritið um Dimmalimm sem vakti mikla lukku. Einnig var boðið upp á góðar veitingar, súkkulaðiköku, kaffi og ávaxtasafa.
Bæjarstjóri, fjármálastjóri auk leikskólafulltrúa, fræðslustjóra og leikskólastjóra hinna leikskólanna í Reykjanesbæ mættu á svæðið. Nokkur börn á Gimli tóku lagið fyrir þau og fengu gott klapp að launum.
Leikskólinn Gimli var formlega opnaður í september árið 1971 og var fyrsti leikskólinn í Njarðvík. Kvenfélagið í Njarðvík var frumkvöðull að byggingu leikskólans og var farið að huga að byggingu hans árið 1969. Guðríður Helgadóttir núverandi leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar var fyrsti leikskólastjórinn á Gimli. Fyrstu árin dvöldu um 80 börn í heild í leikskólanum og þá í vistun fyrir eða eftir hádegi. Eftir viðbyggingu árið 1996 fjölgaði deildum og nú dvelja rúmlega 90 börn í 4-9 tíma vistun.
Leikskólinn starfar eftir Hjallastefnunni þar sem áhersla er lögð á einfalt og jákvætt starfsumhverfi, sem einkennist af vináttu, kærleika, virðingu og gleði. Í gegnum hið daglega starf hefur sérstök áhersla verið lögð á samskipti, hegðun og einstaklingsræktun,
Starfsfólk leikskólans fékk margar góðar gjafir m.a. frá foreldrafélaginu. Þar afhenti formaður félagsins Fríða María Sigurðardóttir leikskólanum plastvél sem kemur í góðar þarfir innan skólans. Foreldrafélagið á Gimli er mjög virkt og sér um margar uppákomur fyrir börnin s.s. jólaball, leikhúsferðir, vorferðir, grillveislu að sumri og fleira.
Foreldrar og aðrir gestir skemmtu sér vel á afmælishátíð skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Bæjarstjóri, fjármálastjóri auk leikskólafulltrúa, fræðslustjóra og leikskólastjóra hinna leikskólanna í Reykjanesbæ mættu á svæðið. Nokkur börn á Gimli tóku lagið fyrir þau og fengu gott klapp að launum.
Leikskólinn Gimli var formlega opnaður í september árið 1971 og var fyrsti leikskólinn í Njarðvík. Kvenfélagið í Njarðvík var frumkvöðull að byggingu leikskólans og var farið að huga að byggingu hans árið 1969. Guðríður Helgadóttir núverandi leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar var fyrsti leikskólastjórinn á Gimli. Fyrstu árin dvöldu um 80 börn í heild í leikskólanum og þá í vistun fyrir eða eftir hádegi. Eftir viðbyggingu árið 1996 fjölgaði deildum og nú dvelja rúmlega 90 börn í 4-9 tíma vistun.
Leikskólinn starfar eftir Hjallastefnunni þar sem áhersla er lögð á einfalt og jákvætt starfsumhverfi, sem einkennist af vináttu, kærleika, virðingu og gleði. Í gegnum hið daglega starf hefur sérstök áhersla verið lögð á samskipti, hegðun og einstaklingsræktun,
Starfsfólk leikskólans fékk margar góðar gjafir m.a. frá foreldrafélaginu. Þar afhenti formaður félagsins Fríða María Sigurðardóttir leikskólanum plastvél sem kemur í góðar þarfir innan skólans. Foreldrafélagið á Gimli er mjög virkt og sér um margar uppákomur fyrir börnin s.s. jólaball, leikhúsferðir, vorferðir, grillveislu að sumri og fleira.
Foreldrar og aðrir gestir skemmtu sér vel á afmælishátíð skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.