Leikskólarnir koma í heimsókn í Saltfisksetrið
Báðir leikskólarnir í Grindavík komu í heimsókn í Saltfisksetur Íslands í Grindavík nú í vikunni. Þótti krökkunum spennandi að sjá alla bátana og fiskana sem eru inná sýningunni. Þegar krakkarnir voru svo spurðir útúr hvað þeir sáu inná sýningunni þá létu svörin ekki á sér standa og voru þau verðlaunuð hve dugleg og góð þau voru með kleinuhringjum og kókómjólk.Meðfylgjandi mynd frá heimsókninni er af vef Grindavíkurbæjar og þar eru fjölmargar aðrar skemmtilegar myndir af börnunum í heimsókn á Saltfisksetrinu.