Leikskólakrakkar heimsóttu lögguna
Elstu leikskólabörnin af Garðaseli í Reykjanesbæ heimsóttu lögreglustöðina í Keflavík á dögunum. Um var að ræða 24 börn sem munu hefja grunnskólanám sitt í haust og komu þau í fylgd leikskólakennaranna Önnu Marie Kjærnested og Sigríðar Rósu Laufeyjardóttur.
Lögreglumennirnir Kristján Freyr Geirsson og Jón Haukur Hafsteinsson tóku á móti börnunum. Hópnum var tvískipt og börnin fengu að kynnast ýmsum leyndardómar lögreglustöðvarinnar.
Meðal þess sem börnin fengu að skoða voru lögreglubifreiðarnar, búnaður lögreglumanna auk varðstofunnar og kaffistofunnar.
Þá voru hjólreiðamálin rædd og mikilvægi öryggisbúnaðar, þá sérstaklega hjálmana. Krakkarnir voru vel með á nótunum um hvar ætti að hjóla og hvað bæri að varast í umferðinni.
Að lokum var boðið upp á mjólk og kleinur á kaffistofu lögreglumanna en þar beið Lúlli löggubangsi eftir börnunum. Krakkarnir fögnuðu Lúlla vel en nú skilja leiðir þeirra, því Lúlli verður áfram í leikskólunum en þau fara í grunnskólana í haust.
Lögreglumennirnir Kristján Freyr Geirsson og Jón Haukur Hafsteinsson tóku á móti börnunum. Hópnum var tvískipt og börnin fengu að kynnast ýmsum leyndardómar lögreglustöðvarinnar.
Meðal þess sem börnin fengu að skoða voru lögreglubifreiðarnar, búnaður lögreglumanna auk varðstofunnar og kaffistofunnar.
Þá voru hjólreiðamálin rædd og mikilvægi öryggisbúnaðar, þá sérstaklega hjálmana. Krakkarnir voru vel með á nótunum um hvar ætti að hjóla og hvað bæri að varast í umferðinni.
Að lokum var boðið upp á mjólk og kleinur á kaffistofu lögreglumanna en þar beið Lúlli löggubangsi eftir börnunum. Krakkarnir fögnuðu Lúlla vel en nú skilja leiðir þeirra, því Lúlli verður áfram í leikskólunum en þau fara í grunnskólana í haust.