Leikskólabörnin sungu Traustur vinur fyrir bæjarstjórann
Á hverju ári koma börn í svokölluðum skólahóp á leikskólanum Gefnarborg í heimsókn á bæjarskrifstofu Garðs. Skólahópurinn eru þau börn sem munu kveðja leikskólann í sumar og hefja sína grunnskólagöngu í haust. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins Garðs.
Börnin hittu bæjarsjórann, skoða bæjarskrifstofuna og syngja jafnan fyrir starfsfólk skrifstofanna og var bæjarstjórinn sérstaklega ánægður með lagavalið, en börnin kvöddu með að taka lagið Traustur vinur fyrir Magnús Stefánsson bæjarstjóra. Magnús ætti að kannast við lagið enda söngvari hljómsveitarinnar Upplyfting sem gerði lagið landþekkt á sínum tíma
Hvert barn fékk svo ljósrit af lófa sínum, djús og lítið páskaegg.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, fræðir unga Garðmenn um bæjarfélagið.
Krakkarnir voru ólmir í að láta ljósrita á sér lófann.