Sunnudagur 9. maí 2010 kl. 13:23
Leikskólabörn sungu afmælissöng fyrir Keili
Börnin á leikskólanum Velli gengu fylktu liði inn í hátíðarsal Keilis á þriggja ára afmæli skólans sl. föstudag og sungu afmælissönginn fyrir afmælisbarnið. Söngurinn var afmælisgjöf barnanna á Velli til nágranna sinna í Keili. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.