Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikskólabörn í Vogum bjóða eldri borgurum á þorrablót
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 13:53

Leikskólabörn í Vogum bjóða eldri borgurum á þorrablót

Börnin á leikskólanum Suðurvöllum í Vogum ætla að halda sitt þorrablót á morgun, miðvikudaginn 18. febrúar. Í tilefni dagsins er eldri borgurum sérstaklega boðið í heimsókn í leikskólann kl. 9:30–11:00.

Á þorrablótinu gefst gestum tækifæri til að skoða skólann og heilsa upp á börnin. Einnig verður sýning á gömlum munum, það verður sungið og smakkað á hefðbundnum þorramat.

Börn og starfsfólk á Suðurvöllum vonast til að sjá sem flesta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024